152. löggjafarþing — 32. fundur,  2. feb. 2022.

dýralyf.

149. mál
[16:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við í Samfylkingunni munum greiða atkvæði með þessu frumvarpi en ég er á nefndarálitinu með fyrirvara. Fyrirvarinn lýtur að því að þetta frumvarp var samið í miklum flýti og þegar það er gert eru auðvitað miklar líkur á því að gerð verði einhver mistök þó að við sjáum það ekki núna. Þarna eru atriði sem er mikilvægt að öðlist gildi og þess vegna samþykkjum við lögin, en þennan fyrirvara gerði ég við nefndarálitið.