Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 35. fundur,  8. feb. 2022.

ákvörðun nr. 214/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

249. mál
[14:15]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar bara að lýsa yfir ánægju með að þessi ákveðna reglugerð sé að fara í gegnum þingið. Þetta hljómar eflaust eins og einhver talnasúpa af reglugerðarnúmerum en það sem þetta felur í sér er að fjárfestingarsjóðir sem settir eru upp á Íslandi geta skilgreint sig sem áhættufjárfestingarsjóði. Það sem ég tel kannski enn mikilvægara er að þeir geta skilgreint sig sem fjárfestingarsjóði sem eru að gera samfélaginu gott. Nú á tímum grænnar nýsköpunar og aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar er mikilvægt að hægt sé að taka þessa sjóði út og gera ákveðnar kröfur til þeirra til þess að þeir geti kallað sig þetta. Eins og ég segi þá hljómaði þetta eins og löng reglugerðarsúpa en þetta er mál sem er að gera góða hluti þannig að ég mun styðja það.