Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

framkvæmdaáætlun í málefnum barna.

[11:18]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég þakka skýr svör. Á þessu ári eigum við að fara að byrja að sjá einhver viðbrögð og á þremur til fimm árum verður komin full innleiðing. Vandinn sem ég sé og ástæðan fyrir því að ég spyr er að núverandi framkvæmdaáætlun kláraðist ekki. Þá seinkar óhjákvæmilega öllu öðru síðar í ferlinu, allri annarri innleiðingu. Eins og staðan er núna þarf barn sem líður illa að bíða í rúma sjö mánuði eftir aðstoð. Við vinnsluna lagði ráðherra mikla áherslu á að reikna sparnaðinn sem fælist í því að grípa börn snemma, áður en vandinn yrði of stór, til þess að við þyrftum ekki þriðja stigs úrræðin, sem kosta mikið og barnið er komið á gríðarlega skaðlegan stað þegar svo er komið. Við eigum í vandamálum með ákveðna mönnun í þessum úrræðum þannig að þegar allt kemur til alls, hvernig getur ráðherra sannfært okkur um að innleiðingunni verði lokið eftir þrjú til fimm ár?