Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

vaxtahækkun Seðlabankans.

[11:26]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Virðulegur forseti. Auðvitað fór þetta eins og maður átti von á. Þegar vextir lækka er það Sjálfstæðisflokknum að þakka en þegar vextir hækka þá er það einhverjum allt öðrum að kenna. Þessi flokkur virðist sérhæfa sig í því að kannast ekki við ábyrgð sína á hagstjórninni. Það er efnahagslegt metnaðarleysi að segja við fólk, sem horfir fram á tugþúsunda króna hækkun á húsnæðiskostnaði sínum í mánuði hverjum, að vextir séu lágir í sögulegu samhengi. Það er metnaðarleysi vegna þess að við eigum að miða okkur við önnur lönd í nágrenni okkar eins og ég hef áður sagt. Síðan myndi ég gjarnan vilja spyrja hæstv. ráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins um það sem formaður flokksins hélt fram hér á Alþingi á dögunum, að hægt væri að koma því þannig fyrir hér á Íslandi að vextir yrðu til jafns við það, að jafnaði, sem gerist í nágrannalöndunum. Flokkurinn er búinn að vera í ríkisstjórn næstum því allan lýðveldistímann, (Forseti hringir.) nú óslitið með stjórn efnahagsmála frá 2013. Hversu lengi (Forseti hringir.) þarf flokkurinn að vera í ríkisstjórn og stýra efnahagsmálum þjóðarinnar til að þessi draumur rætist?