Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[18:16]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Borist hefur bréf frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 317, um Geimvísindastofnun Evrópu, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Þá hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör vegna fyrirspurna á þskj. 204, um hækkun frítekjumarks frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þskj. 201, um úrvinnslu úrbótatillagna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins og stöðu almannatrygginga, frá Halldóru Mogensen, þskj. 313, um nýgengi örorku, frá Birni Leví Gunnarssyni, þskj. 310, um ólögmætar búsetuskerðingar, frá Guðmundi Inga Kristinssyni, og að lokum fyrirspurn á þskj. 309, um áfrýjun dóms Landsréttar um útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.