152. löggjafarþing — 40. fundur,  23. feb. 2022.

kaup á nýrri Breiðafjarðarferju.

46. mál
[19:20]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og það gleður mig mjög mikið að heyra að hv. þingmaður og fyrsti flutningsmaður vill hafa grænar samgöngulausnir í fyrirrúmi og að mikil áhersla sé lögð á það. Ég tel að það sé rosalega mikilvægt að ítreka að hafa þetta græna samgöngulausn. En svo langaði mig líka að spyrja aðeins nánar út í nútímavæðingu ferjunnar sem hv. þingmaður nefndi áðan, hvort sem það var í framsöguræðunni eða í svari við andsvari. Hvað felst í því að nútímavæða ferju? Er það plássið? Eru það sætin, eru það vélarnar? Nú er ég bara forvitin sem höfuðborgarbúi.