Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

kosningar að hausti.

[17:00]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vildi koma upp í fundarstjórn líka af því að mér finnst við geta gert þá lágmarkskröfu til hæstv. forsætisráðherra að hún reyni að taka þátt í því samtali sem á sér stað í þessum þingsal og um þau efni sem hér voru til umræðu. Umræðuefnið voru haustkosningar. Talningin í Norðvesturkjördæmi er ekki afleiðing af ákvörðun þinni og þíns fólks um haustkosningar. Umræðuefnið laut að því hvaða afleiðingar haustkosningar hafi í för með sér og einhver svona hrokaspuni um það sem kom í kjölfarið var einfaldlega ekki hluti af umræðunni.