Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 46. fundur,  3. mars 2022.

ummæli dómsmálaráðherra um flóttamenn.

[11:08]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ætla að vera alveg skýr með það að það er ekki verið að teppa eitt eða neitt þegar kemur að móttöku fólks frá Úkraínu. Við munum ekki láta málefni annarra hópa eða hvernig staðan er hjá Útlendingastofnun hafa áhrif á það að við tökum á móti fólki frá Úkraínu. Það væri ekki mikil mannúð í því. Hvað varðar drög að frumvarpi hæstv. dómsmálaráðherra sem hv. þingmaður nefnir þá er það í samráðsgátt stjórnvalda, reyndar búið að leggja það þar fram. Ég hef ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr samráði og við höfum ekki farið yfir þann hluta sem snýr að mínu ráðuneyti. En það munum við að sjálfsögðu gera og frumvarpið væntanlega koma síðan fyrir ríkisstjórn eins og ferlið er og við skulum ræða málin þegar þau verða komin lengra.