152. löggjafarþing — 46. fundur,  3. mars 2022.

svör við fyrirspurnum.

[11:13]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta sé einmitt það samhengi hlutanna sem skiptir máli, að við erum að hefja nýtt kjörtímabil með þeim hætti að hér hefur fallið Íslandsmet í fjölda ráðherra og ráðuneyta. Engu að síður virðist það ekki duga til að ráðherrar geti staðið í skilum við þingið. Ráðherrar eru ekki mæta hingað inn í þingsal. Þeir eru ekki að svara skriflegum fyrirspurnum. 2 milljarða ráðherrakapallinn er engu að síður ekki að skila betri framleiðni af hálfu þessarar ríkisstjórnar. Ég hef áhyggjur af því hvaða takt er verið að slá hér í upphafi nýs kjörtímabils og hvaða viðhorf speglast í garð þingsins. Við leggjum fram þessar fyrirspurnir til að ná fram mikilvægum upplýsingum fyrir gangvirki þingsins. Ég brýni forseta að ýta nú við ráðherrum ríkisstjórnarinnar og minni á að fyrirspurnin mín, sú elsta af nokkrum, er frá byrjun desembermánaðar.