152. löggjafarþing — 46. fundur,  3. mars 2022.

svör við fyrirspurnum.

[11:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil bara taka undir þetta, ég er einn af þeim sem bíða eftir að fá svar við skriflegri fyrirspurn. Ég hef oft furðað mig á því en eftir að ráðuneytunum hefur fjölgað svona mikið og nafnabreytingarnar þá spyr ég nú bara hvort skriflegar fyrirspurnir hafi farið á rangan stað, þeir viti ekki hvert þær eiga að fara. Ráðherrarnir sjálfir vita ekki einu sinni sjálfir í hvaða ráðuneyti þeir eru. Þetta er orðinn svolítið mikill hringlandaháttur og ég vona heitt og innilega að ríkisstjórnin fari að taka til hjá sér og hún gæti byrjað á að stytta nöfn ráðuneyta og ráðherra, taka nokkur bandstrik í burtu og fara að svara fyrirspurnum.