152. löggjafarþing — 46. fundur,  3. mars 2022.

svör við fyrirspurnum.

[11:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, það er lykilatriði. Þess vegna er þingið að spyrja framkvæmdarvaldið: Hvernig er farið með lög og fjármagn? Þess vegna eiga ráðherrar að svara þegar verið er að spyrja þá. Eins og það er iðkað hérna núna þá koma ráðherra úr þinginu. Ráðherrar eiga í rauninni að hlakka til að koma til þingsins og segja hvað fagleg stjórnsýsla, framkvæmdarvaldið, er að gera, í framkvæmd laga og fjárheimilda sem voru samþykktar hér á þingi. En þetta er einhvern veginn öfugsnúið, það eru ráðherrar sem ráðskast með allt fram og til baka og ef þeir greina frá því að verið sé að misfara með eitthvað í faglegri stjórnsýslu þá er það þeirra ákvörðun, sem þeir eru að kvarta undan. Þess vegna erum við ekki að fá svör af því að ráðherrar þurfa að greina frá eigin klúðri. Það er vandinn sem við erum að glíma við hérna. Þess vegna fáum við ekki svör.