152. löggjafarþing — 46. fundur,  3. mars 2022.

fullgilding fríverslunarsamnings Íslands, Noregs og Liechtenstein og Stóra-Bretlands og Norður-Írlands.

206. mál
[12:21]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Spurning mín núna er þessi: Á Alþingi Íslendinga ekki rétt á því og almenningur í landinu að vita hvert innlegg Íslands var í þessum samningaviðræðum, hver þátttaka Íslands var í þessum samningaviðræðum og hverjar áherslur Íslands voru, á hvað var hlustað og hvað ekki? Núna verður þessi þingsályktunartillaga samþykkt og ég get ekki séð að það sé neinn trúnaður brotinn, eitthvað sem myndi skaða þjóðarhagsmuni, ef við fengjum að vita, íslenskur almenningur, hvert vægi okkar var í þessum samningaviðræðum og hvert vægi okkar er í þessum fríverslunarsamningi sem hér er verið að fullgilda. Ég get ekki séð það. Þetta er mikilvægasti samningur sem Ísland hefur nokkurn tímann gert og þetta er bara spurning um gagnsæi og lýðræði. Ég get tekið líka fram að vissulega eru komnir átta starfsmenn ráðuneyta til Brussel en spurningin er hvort það sé mikið að gera hjá þeim eða ekki og hvort það sé vel skilgreint í störfum þeirra þar að gæta hagsmuna Íslands, t.d. gagnvart sameiginlegu nefndinni.