152. löggjafarþing — 46. fundur,  3. mars 2022.

tekjustofnar sveitarfélaga.

78. mál
[14:48]
Horfa

Flm. (Ásthildur Lóa Þórsdóttir) (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta frumvarp beinist fyrst og fremst að íbúðarhúsnæði. Ég skal bara viðurkenna það að ég er ekki alveg með það tiltækt hvað verðið ætti að vera á jarðeignum en ég geri ráð fyrir að sveitarfélög geti tekið ákvarðanir um slíkt á eðlilegum forsendum, út frá því að þarna sé um jarðeignir að ræða. Varðandi jafnræðið þá þurfa sveitarfélögin að gæta meðalhófs og það þarf ekkert endilega að vera annað fermetraverð á Ísafirði en í Reykjavík en ég sé ekkert því til fyrirstöðu heldur að það sé það sama. En mér finnst bara að sveitarstjórnir þurfi að taka ábyrgð á þessu og finna út hvað þær ætla að leggja á og svo fá kjósendur að segja sína skoðun á því þegar þar að kemur í kosningum.