152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:32]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég er nú komin hingað upp til að ítreka spurningu, sem ég bar upp ásamt fleiri hv. þingmönnum hér fyrr í dag, til forseta Alþingis varðandi það til hvaða bragðs þingið getur og mun taka til þess að bregðast við því að nú hefur verið staðfest að undirstofnun dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt fyrirmælum og undir verndarvæng hæstv. dómsmálaráðherra, braut lög og er að brjóta lög í þessum töluðu orðum með því að afhenda Alþingi ekki þau gögn sem þingið fór fram á með beiðni á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis í lok desember sl. Þannig að ég ítreka spurningu mína og óska eftir því að heyra svar forseta við henni.