152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:43]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Forseti. Við erum ekki í fundarstjórn í fyrsta skipti og við erum greinilega ekki í fundarstjórn í síðasta skiptið varðandi þetta tiltekna mál. Mér sýnist engin lausn vera til staðar af því að hæstv. dómsmálaráðherra neitar að hlusta á löggjafarvaldið. Ég þarf ekki að minna á þrískiptinguna og ég þarf vonandi ekki að minna á að það er hlutverk Alþingis að hafa eftirlit og aðhald með framkvæmdarvaldinu. En sú staða sem liggur uppi er bara frekar sorgleg, hér hafa lög verið brotin og hæstv. dómsmálaráðherra neitar að axla ábyrgð og fara eftir lögum. Ég legg bara til að við höldum áfram að koma upp í fundarstjórn þangað til að lögin verða virt.