152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:54]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Forseti. Ég verð að fá að taka undir með öllum sem komu hér á undan og þá sérstaklega hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Ég vil ítreka að forseti Alþingis starfar í þágu Alþingis, sem sagt okkar sem sitjum hér og sinnum ekki störfum framkvæmdarvaldsins. Þetta mál er í sjálfu sér galið. Ég veit ekki alveg hvernig þetta hefur þróast í þessa átt. Ég man þegar þetta var bara ein og ein frétt en það er orðið daglegt brauð núna að koma hér upp í fundarstjórn og biðja hæstv. ráðherra um að afhenda þessi gögn. Í hvert skipti sem við nefnum þetta verða þingmenn stjórnarinnar lúpulegir. En þingmenn meina vel og ég held að hv. þm. Jódís Skúladóttir meini vel, en þið verðið að hafa raunverulegt aðhald með Sjálfstæðisflokknum innan stjórnarsamstarfsins. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn Vinstri grænna vilji flóttafólki vel og því þurfið þið að sýna það í verki. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)