152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

samkomulag við Rauða krossinn um þjónustu við flóttamenn.

[11:22]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S):

Virðulegur forseti. Hvort þau viðmið sem Útlendingastofnun setur sér til þess að mæla þann árangur sem er í samstarfi við ákveðna lögmenn, hvernig þeir skila sinni vinnu gagnvart stofnunum sem samið er við, standist lög eða ekki — ég hef ekki heyrt neinn ágreining um að það standist lög. Ég tel sjálfur reyndar mjög eðlilegt að stofnunin leggi til grundvallar einhver viðmið í því hvernig þjónustan er mæld þegar verið er að kaupa þjónustu af lögmönnum úti í bæ. Það er að mínu mati eðlilegt að slíkt sé birt þannig að það viti allir aðilar hvað er skoðað til að endurmeta hvort þessi þjónusta er keypt aftur. Varðandi það hvort lögreglan eigi að skipa verjanda til lögfræðinga og eigi að geta ráðið því — ég ætla ekkert að blanda því í þessa umræðu. Ég hef ekki áhyggjur af því að þeim málum sé ekki sinnt af kostgæfni.