152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka.

424. mál
[17:58]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég skal af fullri samviskusemi taka þátt í því að greiða fyrir þessu máli. En þetta er orðið svo vandræðalegt fyrir okkur að við skulum vona að mjög fáir séu að horfa á þessa útsendingu og horfa á sjónvarpið. Við verðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum núna til að klára málið þannig að ekki verði frekari uppákomur. Við urðum vitni að ótrúlegustu hlutum í haust og það tók sinn tíma og hafði áhrif á ýmislegt og í guðanna bænum vöndum okkur núna og felum nefndinni að fara yfir málið á milli þessara tveggja umræðna og koma með það fullbúið hingað inn, takk fyrir.