152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka.

424. mál
[17:49]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég spurði í rauninni hvort hún teldi það mögulegt, núna þegar klukkuna vantar tíu mínútur í sex á þriðjudegi, að koma bara fram með sömu breytingartillögu aftur. Það þarf ekki að koma með langa greinargerð með breytingartillögunni, tillagan var ekkert sérlega flókin. Það er búið að stilla henni upp. Það er hægt að fara í slíka vinnu á skömmum tíma. Mér þætti forvitnilegt að sjá hvernig slík atkvæðagreiðsla færi í dag. Það hefur verið kosið að nýju. Það örlar á meira sjálfstæði hjá stöku stjórnarþingmanni, hvort sem það er rétt tilfinning eða ekki. Væri ekki þess virði að láta á það reyna hvort meiri hluti þingheims sé reiðubúinn að jafna vægi atkvæða allra kosningarbærra einstaklinga óháð búsetu? Væri ekki þess virði að láta á það reyna?