152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[22:37]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Takk fyrir svarið. Mér finnst merkilegt einmitt þegar hv. þingmaður talar um öryggi og bara það að búa einhvers staðar, að vera öruggur heima hjá sér. Það er náttúrlega það sem við öll sækjumst eftir. Það er það sem við viljum veita. Við viljum að samfélagið veiti okkur það á móti, að við veitum börnum okkar og mökum það og hvernig sem það er og eldri fjölskyldumeðlimum eins og við getum. Þetta er svo mikilvægur hluti af því, þ.e. hvernig við getum veitt þessum hóp sem mest öryggi en samt gert það þannig að þau upplifi sig sem hluta af samfélagi og upplifi sig sem að þau hafi hlutverk. Þess vegna finnst mér líka merkilegt það sem hv. þingmaður var að segja um búsetukjarna þar sem eru alls konar verkefni sem fólk gæti mögulega gengið í eða verið partur af vegna þess að eldra fólk þarf hlutverk. Er hv. þingmaður sammála því?