152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[22:45]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar. Ágætur kollegi minn, hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson, kallaði eftir minnisblaði um einmitt þessi mál núna vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það var býsna fróðlegt að sjá kostnað ríkissjóðs við þetta en líka hvernig þetta er að nýtast. Hækkun frítekjumarks vegna launa, tvöföldun, gagnaðist bara 3% af þessum hópi. Hv. þm. Guðbrandur Einarsson spyr hvort ég sjái fyrir mér að það sé hægt að jafna þetta og hækka líka frítekjumark vegna lífeyristekna. Ég vil svara því þannig að það muni ekki gerast á vakt þessarar ríkisstjórnar. Ég held að það gerist ekki fyrr en að flokkur minn og flokkur hv. þingmanns, umbótaflokkarnir, koma saman í ríkisstjórn.