152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[22:50]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður ræddi um kjarna, húsakjarna eða þjónustukjarna og ýmislegt annað, og verandi í kosningabaráttu fyrir ári síðan þá fékk ég ásamt öðrum að heimsækja slíka kjarna, örfáa, sem hafa verið byggðir. Það vakti sannarlega áhuga minn á hvernig hægt væri að blanda saman fólki af hjúkrunarheimilum, fólki sem bjó í eigin húsnæði og fólki sem kom þarna í kring og bjóða upp á þjónustu, bjóða upp á félagsskapinn, bjóða upp á það að geta fengið mat, bjóða upp á alla þessa hluti saman. Mig langaði að heyra í hv. þingmanni: Hvað er að stoppa okkur helst í því að þjónustan sé alltaf á þennan máta?