152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[22:51]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar. Hvað er að stoppa okkur? Ég held að við séum kannski bara of föst í einhverju formi sem var. Ég held að við þurfum bara, sem reyndar kemur fram í þingsályktunartillögunni, ég held að það hafi komið fram þar frekar en í einhverri umsögn sem ég var að lesa — það þarf bara meiri nýsköpun. Það þarf meiri fjölbreytni, fleiri hugmyndir fyrir þennan sístækkandi og fjölbreytta hóp. Eins og kom fram fyrr í kvöld eru þarna á meðal lífskúnstnerar, heimsborgarar sem hafa flakkað á milli landa, rokkarar og garðyrkjufólk. Það er bara allt, öll flóran. Við þurfum að hugsa þetta í víðara samhengi, vera skapandi í hugsun.