152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:09]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ræðu sína. Mig langaði aðeins, þó að þetta tengist því kannski ekki alveg beint — vegna þess að hv. þingmaður ræddi um barnamálaráðherra og farsældarfrumvarpið þá er svo merkilegt að það er eins og þetta sé ekki alveg hugsað til hlítar, eins og með samþættingu þjónustu en þar vantar t.d. fjármagn fyrir úrræðunum. Samþætting þjónustu á að fara af stað og það á að vera með málastjóra og svoleiðis en það eru ekki til peningar fyrir úrræðum. En allt í lagi.

Síðan ætla ég að tala um þetta fjármagn sem þarf að fylgja, eins og þegar lög voru sett um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu en þá fylgdi ekki fjármagn. Og hvað gerist? Sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd.