152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:16]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er einmitt mjög alvarlegt og það er kannski tvennt þarna sem þarf að huga að. Þarna er fatlað fólk sem er kannski miklu yngra en 67 ára vistað á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða, á svona hálfgerðri endastöð í stað þess að þjónustan og þjónustuhúsnæðisþörfin sé uppfyllt eins og hún á að vera uppfyllt samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hjúkrunarheimili eru stofnun. Það er alveg ljóst að réttindi fólks skerðast að vissu leyti við að flytja þangað inn. Það er ákveðin frelsisskerðing fólgin í þessu líka og fólki er stillt upp við vegg. Hér er eina úrræðið sem er í boði fyrir þig, þú átt að vera með fólki sem er, eins og það er orðað í titli málþings ÖBÍ, komið á endastöð, ungt fólk á endastöð.