152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:17]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er líka annar hópur sem hvergi er minnst á í þessu. Þannig háttar til að við erum að flytja inn tugi þúsunda erlendra íbúa til landsins og margir ílengjast hér og verða gamlir á Íslandi en eru oft og tíðum ekki í tengslum við samfélagið og þurfa kannski annars konar þjónustu og meiri þjónustu. Ég sé ekki að þessum hópi séu gerð einhver sérstök skil í þessari aðgerðaáætlun. Ég held að við getum ekki horft fram hjá því að þó að þessi hópur sé núna vinnufær og á vinnumarkaði verði stór hluti af hópnum gamall á Íslandi og þurfi á sérstakri þjónustu að halda. Sér hv. þingmaður einhver úrræði í þessu sem hægt er að hnýta fyrir þennan hóp?