152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:19]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir ræðu sína og innlegg í þessa umræðu. Ég vil koma á framfæri og árétta hluti sem ég fór yfir í framsögu minni til útskýringar, bæði út frá ræðunni og ekki síður í kjölfarið á andsvörum og innihaldi andsvara um verðmatið á þessari tillögu. Ég vil árétta að hér er um sýn og breytta nálgun á heilbrigðisþjónustu við aldrað fólk að ræða. Á eftir fylgir — og það útskýrir titilinn sem hv. þingmaður hóf ræðu sína á, þennan þunga titil sem er í aðdraganda aðgerðaáætlunar — að verkefnahópur verður settur á fót sem síðan fylgir því eftir sem er þá framkvæmdahluti stefnumótunarferlisins. Þar verður hægt að leggja verðmiða á þær aðgerðir sem lagðar eru til í þeim tilgangi (Forseti hringir.) að ná markmiðum. Það er því eðlilegt að hér sé ekki verðmiði á markmiðunum sem slíkum.