152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:21]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað vel athugað. Ég fæ þá kannski að spyrja á móti: Finnst hæstv. ráðherra það ekkert sérkennilegt að á fimmta ári ríkisstjórnar sem skipuð er af þessum þremur flokkum séum við enn árið 2022 að ræða hér í þingsal tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar og við erum ekki byrjuð að ræða um það hvernig fjármagna eigi hlutina? Ég fæ líka að spyrja á móti: Telur hæstv. ráðherra að þeir rammar sem unnið er eftir í fjármálastefnu hæstv. ríkisstjórnar séu fullnægjandi til að það sé einhver von að hægt verði að hrinda þessum drögum að aðgerðum í framkvæmd?