152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[21:34]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ungir Sjálfstæðismenn vöruðu í dag við því frumvarpi sem hér er til umræðu í kvöld. Á Facebook-síðu hreyfingarinnar segir, með leyfi forseta:

„Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna nikótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers-stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt.“

Þetta og fleiri yfirlýsingar og sjónarmið frá ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum hafa heyrst hér í dag og í kvöld en hafa ekki komið frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hvar eru þau? Ætla þau ekki að standa vörð um einstaklingsfrelsi í þessu máli? Á að láta stjórnarandstöðunni það eftir?