152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[21:38]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég get mér þess til að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í yngri kantinum, hafi einmitt hlotið kosningu út á frjálslynd sjónarmið sín. Það er hér í þessum þingsal sem umræður fara fram um þau lagafrumvörp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram og það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera. Það væri mjög gott, ekki bara fyrir okkur sem erum sammála þeim heldur væntanlega kjósendur, að heyra sjónarmið þeirra í þessari umræðu. Eða eru ungir Sjálfstæðismenn, og þeir sem eru á þessari frjálslyndu línu, enn í kosningabaráttu? Átta þau sig ekki á því að þau eru komin inn á þing?