152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[21:10]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar að þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir áhugaverða punkta sem hann kom með. Hann kom inn á framlögin til samgöngumála og fjarskiptamála í þeirri áætlun sem var kynnt í dag, fjármálaáætluninni. Einnig kom hann inn á 72. gr. Mér þykir það alveg einstaklega áhugavert þegar kemur að binditímanum. Þar kom hv. þingmaður inn á tvöföldunina, sex mánaða binditímann sem er talað um núna, held ég — nei, hámark 12 mánuðir í nýju lögunum en í gömlu lögunum, núgildandi lögum, er, held ég, sex mánuðir. Reglugerðin gerir þó ráð fyrir 6–24 mánaða binditíma, sem mér finnst frekar áhugavert þegar mælt er fyrir um í þessum lögum að ekki verði farið yfir 12 mánuði, og við vitum nú öll hvernig rétthæðin virkar hérna, að lög ganga lengra en reglugerðir.

Því er mín spurning til hv. þingmanns þessi: Finnst hv. þingmanni að hér hafi verið vandað til verka við vinnslu þessa frumvarps. Er hv. þingmaður sammála mér um að eitthvað hefði mátt betur fara, eins og t.d. með útfærslu þessa lagaákvæðis?