Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 383/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

411. mál
[16:00]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að kanna hvar mál málið er statt sem hv. þingmaður spyr um. Ég hef ekki svör við því hér á takteinunum en get þó fullvissað hv. þingmann um að það stafar ekki af því að það mál skipti ekki máli. Töluvert hefur safnast upp af þingsályktunartillögum sem eru tilbúnar og hægt að mæla fyrir hér í þinginu og koma til nefndar. Þess vegna er ég að mæla fyrir allnokkrum í dag og það endurspeglar líka þingmálaskrá mína þar sem töluvert er um þingsályktunartillögur sem langflestar snúa að fjármálaþjónustu vegna þess að við erum einfaldlega í skuld þegar kemur að innleiðingum og okkar innleiðingahalli, sem stundum er talað um, er hlutfallslega mestur þegar kemur að fjármálaþjónustu. Þess vegna eru málin mörg hér, öll mjög tæknileg en hafa mismikið vægi hér á Íslandi, og mikilvægt að reglurnar séu samræmdar. Ég skal spyrjast fyrir um málið sem hv. þingmaður spyr um og koma þeim upplýsingum til hans.