Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 383/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

411. mál
[16:03]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Beint hefur verið til mín skriflegri fyrirspurn vegna þeirrar ákvörðunar sem þingmaðurinn nefndi í fyrra andsvari og henni verður svarað á allra næstu dögum. Gert er ráð fyrir að tillaga til þingsályktunar, sem hv. þingmaður spurði um, verði lögð fram á komandi haustþingi samhliða frumvarpi til innleiðingar. Stundum er það líka svo að þingsályktunartillögur koma fram vegna þess að þær hanga saman með innleiðingarfrumvarpinu. Það þýðir lítið að klára að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara ef frumvarp frá fagráðuneyti fylgir ekki með sem raunverulega innleiðir það sem fjallað er um í þingsályktunartillögunni og veitir þann rétt fyrir borgara sem hv. þingmaður spyr um í þessu tilviki sem snýr að vefsetri opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir farartæki. Það kemur því fram á haustþingi samhliða frumvarpinu sem innleiðir þessi réttindi.