152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[15:55]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Frú forseti. Eins og hér hefur komið fram þá hefur þingið með tvennum hætti óskað eftir því að hæstv. ráðherra komi og ræði þetta við okkur. Ég nefndi það hér áðan og ítreka að mig grunar að hæstv. ráðherra fái ráðgjöf einhvers staðar frá um að þegja og bíða þetta af sér að lokinni afsökunarbeiðni. Mig langar til þess að benda á muninn á þeirri ráðgjöf sem hæstv. ráðherra virðist hafa fengið og margir í sambærilegri stöðu á síðustu misserum. Þar virðist línan vera sú að menn segi af sér og þegi svo. Þannig að ég vil bara velta því upp við hæstv. ráðherra, ef hann ætlar að taka þessari klassísku ráðgjöf, hvort hann eigi ekki að taka hana alla leið.