Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 488, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, og fyrirspurn á þskj. 603, um flutning hergagna til Úkraínu, frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 692, um lögræðissvipta, frá Evu Sjöfn Helgadóttur.

Þá hafa borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 713, um dómsmál íslenska ríkisins á hendur umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, og fyrirspurn á þskj. 787, um skipanir í stjórnir, starfshópa, nefndir og ráð o.þ.h., frá Hildi Jönu Gísladóttur.

Að lokum hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 570, um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, frá Kolbrúnu Baldursdóttur, á þskj. 432 og 433 um samræmda móttöku flóttafólks og um áætlaðan aukinn kostnað af þjónustu við flóttafólk, frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á þskj. 337, um viðurkenningu sjúkdómsgreininga yfir landamæri, og á þskj. 543, um aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess, báðar frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 675, um viðmiðunartímabil fæðingarorlofs, frá Ingibjörgu Isaksen. Einnig er óskað eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur; þskj. 583, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana Tryggingastofnunar ríkisins, þskj. 680, um kærur til kærunefndar greiðsluaðlögunarmála vegna ákvarðana umboðsmanns skuldara, þskj. 681, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana umboðsmanns skuldara, þskj. 682, um kærur vegna ákvarðana um synjun fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, þskj. 698, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, þskj. 699, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna fæðingar- og foreldraorlofsmála, þskj. 700, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana Sjúkratrygginga Íslands, þskj. 701, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana barnaverndaryfirvalda, þskj. 702, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna húsnæðismála, þskj. 703, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana Vinnumálastofnunar og að lokum á þskj. 704, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana sveitarfélaga.