152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:40]
Horfa

Erna Bjarnadóttir (M):

Forseti. Bara aðeins um þennan fund í morgun. Mér fannst hann mjög góður, eins og hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur. Það er nefnilega líka svar að geta ekki svarað eða að hafa engin svör, þannig að það er upplýsandi út af fyrir sig. En ég held að ég geti lofað forseta því að það þurfi ekki að vera fundarfall á Alþingi þó að það verði félagsfundur í Miðflokknum, ég held að það liggi í augum uppi, þannig að ég ætlaði alla vega að bera af mér sakir þar. Síðan ætla ég að beina því til forseta, bara svona óformlega, að það er mjög mikilvægur knattspyrnuleikur í kvöld kl. 19 sem alla vega ég og hv. þm. Þórarinn Ingi Pétursson og umhverfis-, orku og loftslagsráðherra — við erum alla vega stuðningsmenn annars fótboltaliðsins sem þar spilar.