152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

dagskrártillaga.

[10:35]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er mjög óvenjuleg tillaga á ferðinni og er verið að setja ný viðmið. Það er sem sagt þannig að hér í salnum eru þingmenn sem telja rétt að koma í veg fyrir að hér eigi sér stað málefnaleg umræða um mál sem þeir eru andvígir og hafa haft uppi stór orð um. Það er sem sagt hin nýja aðferð að ef þú ert á móti máli, telur að það sé rangt, þá skuli ekki fara fram málefnaleg umræða hér í þingsal eða þingnefndum. Hversu lágt er hægt að leggjast þegar kemur að umræðum hér í þingsal? Hversu lágt er hægt að leggjast þegar menn reyna að koma í veg fyrir að við getum (Forseti hringir.) átt hér orðastað og skoðanaskipti um umdeild mál? (Forseti hringir.) Ég skora á stjórnarandstöðuþingmenn (Forseti hringir.) að koma í veg fyrir þetta rugl.

(Forseti (BÁ): Ég skora á hv. þingmenn að virða ræðutíma.)[Hlátur í þingsal.]