Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

dagskrártillaga.

[10:39]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og ég nefndi í gær þá höfum við fylgst með því núna í nokkrar vikur hvernig stjórnarandstaðan sættir sig ekki við hlutverk sitt og hefur komið í veg fyrir að mál séu rædd hér og komist til umfjöllunar. Margir þessara flokka, m.a. sá sem leggur fram þessa tillögu, eru með meinta lýðræðisást, alltaf að tala um hvað lýðræði sé mikilvægt en geta svo ekki fylgt því. Svo sjáum við núna að þau vilja ekki fá mál til efnislegrar umræðu og vilja taka það af dagskrá. Hvað munum við svo að heyra? Hvað höfum við oft heyrt og hvað munum heyra næst? Það verður: Það er ekki hægt að klára þetta mál. Það hefur ekki verið nægur tími til að fjalla um það. Það er ekki búið að fá þessar og hinar umsagnir, þessir og hinir hafa ekki haft tækifæri til að fjalla um málið. — Nei, þetta tekst ekki að af því að við náum ekki að koma málum í gegnum 1. umr. og það hefur ekki tekist hér í að verða á annan mánuð. Svo koma sömu flokkar (Forseti hringir.) og segja: Það er enginn tími og allt er unnið svo hratt hérna. Það er af því að þau hleypa ekki málunum til þingsins.