Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

dagskrártillaga.

[10:45]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Við erum í undarlegri þingfundaviku, stök vika á milli tveggja vikna fría. Þess vegna er tími í þessum sal takmörkuð auðlind og ótrúlegt að það sé forgangsmál ríkisstjórnarinnar að setja útlendingafrumvarpið í þriðja sinn sem það kemur fram hér í þingsal, í þriðja sinn á að setja það á dagskrá sem forgangsmál. (Gripið fram í.) Þetta er mál sem snýst um að draga úr mannúð gagnvart fólki á flótta. Það er forgangur ríkisstjórnarinnar. Dagskrártillaga mín snýst ekkert um að þagga neitt eða drepa málið. Hún snýst einfaldlega um að ýta því yfir á vikur þar sem við höfum meiri tíma til að vinna það, til að ræða það eins og þarf að gera. Núna geta þingmenn stjórnarflokkanna sýnt hvort þeir standa með mannúðinni eða með Jóni Gunnarssyni, hvort þetta sé líka forgangsmál þingmanna stjórnarflokkanna. Og því miður, herra forseti, sýnist mér af atkvæðagreiðslutöflunni að hver einasti þingmaður stjórnarflokkanna (Forseti hringir.) sé bara dús við þetta ógeðslega útlendingafrumvarp. Það er sorglegt.