Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

athugasemdir viðskiptaráðherra við fyrirkomulag bankasölu.

[11:16]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég vil taka það skýrt fram að formaður Framsóknarflokksins hefur aldrei valtað yfir varaformann Framsóknarflokksins, bara til að hafa það alveg á hreinu. Það er ekkert nema gott um formann Framsóknarflokksins að segja og samvinnu við hann. Að starfa með Sigurði Inga Jóhannssyni, það er einstaklega gott að vinna með honum. Þannig að ég frábið mér orð hv. þingmanns, að koma hér í pontu og reyna að lýsa okkar sambandi með þeim hætti sem hún hefur gert. Það er henni til skammar. (ÞKG: Svara spurningunum.)(ÞorbG: Svaraðu spurningunum, hæstv. ráðherra.)