152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna.

591. mál
[18:45]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að taka það skýrt fram aftur að þegar um umönnunarstyrkinn er að ræða, sem er í rauninni það sem er greitt með börnum allt til 18 ára aldurs, er ekki um skerðingar að ræða. Það er þá einvörðungu þegar um er að ræða þessar tekjutengdu greiðslur sem eru umönnunargreiðslurnar og eru til stutts tíma. Ég vísa því síðan til nefndarinnar að taka þetta til skoðunar ef þarna eru atriði sem hv. þingmaður hefur sérstakar athugasemdir við, en mig langar að leggja á það ríka áherslu að með þessu frumvarpi erum við að stíga stórt og mikilvægt skref í þá átt að geta veitt foreldrum tækifæri til að stunda vinnu eða nám, sem ég tel að sé mjög mikilvægt. Og aftur, umönnunarstyrkurinn, sem er allt til 18 ára aldurs barns, er ekki skertur ef þú ert í vinnu eða námi.