152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:16]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það má segja að einn megintilgangurinn með þessu frumvarpi sé að stytta málsmeðferðartíma almennt fyrir þá sem sækja hér um vernd og þar með auðvitað þann tíma sem þeir geta sótt hér um atvinnuleyfi. Samkvæmt þessu frumvarpi færðu atvinnuleyfið sjálfkrafa um leið og þú hefur hlotið vernd. Þetta er t.d. nú þegar farið að reyna á gagnvart fjölda þeirra Úkraínumanna sem hingað hafa komið. Þar hefur sem betur fer tekist að vinna vel úr þessum umsóknum hjá Vinnumálastofnun þannig að ekki þarf að bíða í marga mánuði eftir því heldur að hámarki í einhverja daga, eftir þeim upplýsingum sem ég hef, ef það einu sinni nær þeim tíma.