152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:25]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguræðuna. Nú hafa frumvörp mjög skyld þessu verið lögð fram í þrígang á Alþingi án þess að ná fram að ganga; á 149. löggjafarþingi og aftur á því 150. og 151. Þessi frumvörp náðu ekki fram að ganga. Ég sé af greinargerðinni að hér eru að verða breytingar og ég vildi, þrátt fyrir framsöguræðu hæstv. ráðherra, biðja hann um að svara því hverjar séu í hans huga þýðingarmestu breytingarnar frá þeim frumvörpum sem áður hafa verið hér til meðferðar. Hvað er það þýðingarmesta í huga hæstv. ráðherra í þeim efnum?