152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:26]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Með fullri virðingu fyrir spurningu hv. þingmanns verð ég eiginlega að segja að ég á erfitt með að fara í gegnum þessar breytingar aftur. Ég fór í gegnum þær í mjög ítarlegu máli áðan og bið fólk að virða það að það er ekki hægt að fara að telja það upp aftur. Þetta eru fjölmörg atriði sem hér eru lögð til. Hér er verið að reyna að gæta að hagsmunum þeirra sem hingað koma og eru í raunverulegri þörf fyrir vernd og greiða málsmeðferð þeirra með sem bestum hætti. Breytingarnar sem hafa verið gerðar á frumvarpinu eru þær að nú snýr málið eiginlega að meginefni að þessum hluta, stöðu þessa fólks, og verið er að gæta allra sanngirnissjónarmiða að mínu mati. En ég held að ég nái ekki að fara í gegnum breytingarnar aftur. (Forseti hringir.) Ég bið hv. þingmann um að virða það.