152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:35]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við ræðum hér breytingar á lögum um útlendinga sem lúta að málefnasviðum tveggja ráðherra og það mætti jafnvel færa rök fyrir því að frumvarpið lúti að málefnasviðum fleiri ráðherra. En hér er verið að leggja til algerar grundvallarbreytingar á þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem er atriði sem heyrir undir félagsmálaráðherra. Hæstv. félagsmálaráðherra var hér í salnum áðan og mér finnst viðeigandi að hann taki þátt í umræðu um þetta mál og heyri hvað þingheimur hefur um það að segja. Ég vil því beina því til hæstv. forseta og biðja hann um að kalla eftir því að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra sé viðstaddur umræðuna.