152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:37]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Bara til að spara þessa umræðu þá getur verið að ég hafi ekki talað nægilega skýrt áðan um þetta ábyrgðarhlutverk eftir að málsmeðferð er lokið, hvort sem er fyrir Útlendingastofnun eða kærunefnd; ef synjað hefur verið um dvöl á grundvelli verndar þá er málefnið á málefnasviði dómsmálaráðuneytisins. Það fer af höndum félagsmálaráðuneytisins yfir til dómsmálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytið tekur að sér að framfylgja lögum um brottvísun.