152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:40]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Aðdragandinn að framlagningu þessa frumvarps er töluverður. Það hefur verið yfirvofandi frá áramótum og við þekkjum það náttúrlega frá fyrri þingum. Ég man ekki alveg hvenær það var núna í vor sem bæði fjármála- og félagsmálaráðherra vísuðu sérstaklega til þess hvað þeir hlökkuðu til að þetta frumvarp kæmi til þingsins, að þar væru mikilvægar breytingar sem þingið þyrfti að ná að takast á við. Félagsmálaráðherra hefur aldrei útskýrt í hverju þær felast vegna þess að eftir því sem ég best fæ séð er bara hreinlega ekkert gott í þessu máli. Þó að ekki væri nema bara þess vegna væri eðlilegt að sá ráðherra sem á að heita að gæta réttinda fólks á flótta þegar það er komið til landsins taki þátt í þessari umræðu, (Forseti hringir.) alveg eins og hinn ráðherrann sem vill rýra þau réttindi.