152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:13]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, mannúð er auðvitað út frá tilfinningalegu mati. Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Mannúð er ekki mælanleg, hún er ekki hagfræðilegt hugtak eða efnahagslegt hugtak. Ég reyndi í andsvörum við hæstv. dómsmálaráðherra að ræða þá mannúð að leyfa fólki að sjá sér farborða á meðan það bíður niðurstöðu með því að veita því bráðabirgðaratvinnuleyfi út frá einmitt þessu efnahagslega. Ég reyndi að höfða til þess að hann gæti sparað peninga með því að leyfa fólki að sjá sér farborða á meðan það bíður. En jafnvel það skilur ekki hæstv. dómsmálaráðherra. Og það finnst mér skrýtið af því að ég hélt að þeir sem ættu kannski erfiðara með að skilja mannúð gætu kannski skilið eitthvað eins og peninga.