152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:18]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég tel það ekki vera tilviljun vegna þess að aðstæður og aðbúnaður í þessum ríkjum veitir því miður ekki raunverulega vernd. Það er auðvitað miður. Einhver ríki fá þá snilldarhugmynd að búa til flóttamannamiðstöð í öðrum ríkjum. Maður veltir fyrir sér hvort það sé siðferðislega ásættanlegt að haga málum á þann veg. En að sjálfsögðu er það ekki tilviljun að fólk hrekist á brott úr flóttamannabúðum þar sem ekkert skjól er að fá. Ég segi bara sem fjölskyldumanneskja að ég myndi gera hvað sem er til að komast í skjól með börnin mín. Það er bara þannig.