152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:20]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ákvað að fletta upp frétt frá því í fyrra þegar upp kom smit í flóttamannabúðum á einni af grísku eyjunum. Á þessari grísku eyju búa 13.000 manns í flóttamannabúðum. Það kviknaði í flóttamannabúðum á öðrum stað í Grikklandi þar sem þúsundir búa. Og við leyfum okkur hér á Íslandi að kvarta undan því að 100 manns komi og freisti þess að fá hér vernd og fái að taka þátt í okkar góða samfélagi þar sem er þörf fyrir fólk, alls konar fólk. Ég held að við ættum kannski að einbeita okkur að öðru.